Handboltinn okkar

Stjarnan skein á Selfossi - Valsmenn keyrðu yfir norðanmenn


Listen Later

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í kvöld þar sem að umsjónarmenn þáttarins fjölluðu um seinni leiki Selfoss og Stjörnunnar annars vegar og Vals og KA hins vegar í 8-liða úrslitum í Olísdeild karla.

Leikurinn á Selfossi var kaflaskiptur þar sem að nokkuð jafnræði var með liðnum í fyrri hálfleik. En í seinni hálfleik byrjuðu heimamenn mun betur og skoruðu fimm fyrstu mörk hálfleiksins. Þá tekur Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunar leikhlé og endurskipuleggur leik sinna manna og við það ná gestirnir að snúa leiknum við sér í vil.

Það var hins vegar ekki mikið um spennu í leik Vals og KA þar sem að Valsmenn voru með yfirhöndina í leikjum og sem og í fyrri leiknum. Þeir félagar voru hins vegar á því að dómarar leiksins hafi gert mistök þegar þeir ákváðu að gefa Agnari Smára Jónssyni rautt spjald í leiknum

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar