Í dag fáum við hana Fríðu sem sér um Krakkakastið hér KrakkaRÚV og Rás 1 til að setjast hinum megin við hljóðnemann og taka þátt í Hljómboxinu. Hún hefur fengið bestu vinkonu sína, Leu Marín, til að keppa á móti sér og þeim til halds og trausts eru mæður þeirra. Einn, tveir og...hlusta!
Keppendur
Fríða María Ásbergsdóttir (Táturnar)
Freyja Kristinsdóttir (Táturnar)
Lea Marín Engilbertsdóttir (Öldurnar)
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir (Öldurnar)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar, dinnerpíanistar og sturtusöngvarar: Ingvar Alfreðsson, Rúnar Freyr Gíslason, Helga Margrét Höskuldsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Jón Þór Helgason og Marteinn Marteinsson