Í þessum níunda þætti hugmyndasögu fullveldisins sem líta má á sem sjálfstætt framhald fyrsta þáttar, Þjóðarlíkaminn: Líkami konungsins, er fjallað um gullöld glímunnar í ljósi kenninga frönsku heimspekinganna Michel Foucault og Gilles Deleuze um ögunar- og stýringarsamfélög. Þessi hugtök varpa ljósi á hinar ýmsu birtingarmyndir valds í samfélaginu, sem margar hverjar standa utan við og jafnvel í andstöðu við fullveldi ríkisins.
Í þættinum er rætt við Björn Þorsteinsson heimspeking, Guðmund Hálfdánarson sagnfræðing, Kristínu Loftsdóttur mannfræðing, Nönnu Hlín Halldórsdóttur heimspeking og Valdimar Hafstein þjóðfræðing.