Hundrað ár, dagur ei meir

Þjóðarlíkaminn: Líkami konungsins


Listen Later

Hvað eiga Jesú Kristur, íslenska fullveldið og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðins í knattspyrnu sameiginlegt?
Þeirri spurningu verður ekki svarað í stuttu máli, en segja má að hún hverfist um hugmyndina um þjóðarlíkamann og sé viðfangsefni í fyrsta þætti af tíu um hugmyndasögu fullveldisins í umsjón Marteins Sindra Jónssonar sem nefnast „Hundrað ár, dagur ei meir“.
Í þættinum "Þjóðarlíkaminn" ræðir Marteinn Sindri við Arnfríði Guðmundsdóttur guðfræðing, Guðmund Hálfdánarson sagnfræðing, Nönnu Hlín Halldórsdóttur heimspeking og Melissu Lane, prófessor í stjórnmálafræði við Stanford háskóla.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hundrað ár, dagur ei meirBy RÚV