Í öðrum þætti um hugmyndasögu fullveldisins, „Hundrað ár, dagur ei meir“, ræðir Marteinn Sindri Jónsson við þau Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrúnu Heimisdóttur um aðdraganda þess að Íslendingar settu neyðarlög 6. október 2008 til að bjarga innistæðum í íslenskum bönkum sem þá riðuðu til falls.
Farartæki þáttarins verða skip og akkeri er kastað úti fyrir nokkrum afdrifaríkum viðburðum í sögu hruna og fjármálamarkaða sem allir tengjast skipum.