Að þessu sinni var haldið í vesturátt enda þetta stefnumót við frændurna Þröst Leó Gunnarsson leikara og Bjarna Valdimarsson senjorinn á Bíldudal. Bjarni var fæddur árið 1913 og lést 1972. Hann lærði málaralist á Akureyri en þegar honum stóð til boða að halda til útlanda og læra meira afþakkaði hann og hélt aftur heim til Bíldudals þar sem hann bjó alla ævi. Hann setti svip sinn á bæjarlífið og sögurnar af honum lifa enn góðu lífi meðal Bíldælinga. Hafliði Magnússon og Jörundur Garðarsson sömu lag og texta um Bjarna sem fékk heitið Senjorinn og það er leikið í þættinum. Umsjón: Margrét Blöndal.