Nei nú segi ég stopp

TikTok - Laufey Ebba


Listen Later

Við Laufey Ebba ætluðum bara að ræða tiktok aðeins á léttu nótunum en þar sem í Janúar urðum við báðar “cancelled” (Laufey átti að vera dýraníðingur og ég hata alla unglinga og þeirra geðheilsu) fórum við hratt á mjög djúpar og einlægar nótur. Laufey er hefur verið stór á þeim miðli með tugi þúsunda fylgjendur.

Í dag erum við fullorðnar, búnar að vinna ógeðslega mikið í sjálfinu og okkar málum. Ég hef alltaf skammast mín og varla sagt það upphátt að ég var löggð inn á BUGL 15 ára í sjálfsvígsáhættu. Laufey deildi líka sinni reynslu og það er skelfilegt að hugsa til þess að ef við hefðum verið að fá þessi comment fyrir 10 árum, væri önnur ekki á lífi í dag og jafnvel hvorug okkar.
-
Það sem er skelfilegast við þetta er að við vorum bara að fá þessi comment í nokkra daga og við getum Í DAG, sem fullorðnar konur, staðið þau af okkur. En í 9/10 tilvika eru krakkar og unglingar að segja þessa hluti undir fake nöfnum við bekkjarfélaga sína eða þeirra eineltis “target”.
-
Ég fékk EINU SINNI á MSN, skilaboð um að ég ætti að drepa mig og það situr alveg enn í mér stundum. 
-
Tiktok er frábært á marga vegu, margt jákvætt þar! En eftir 7 ár er sonur minn 13 ára og ég er skíthrædd við þessa þróun!

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Nei nú segi ég stoppBy karafknkristel