Þessi þáttur er tekinn upp í sumarbústað í Grímsnesi, með hrjótandi hund á gólfinu - Ég ætlaði að klippa þáttinn að minnsta kosti aðeins en Gunna bannaði mér það, þið vitið af hrotunum sem gætu heyrst í fjarska. Mjög skemmtilegt hrátt sumarbústaðarspjall á milli mín (26 ára) og Guðrúnar Tryggvadóttur (62 ára ).
Ég kynntist henni Gunnu minni fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði að vinna á Þingvöllum, þar var hún landvörður og það tók mig ekki langann tíma að komast að því að hún væri svakaleg listakona, heimsborgari, pönkari og konan sem mig langar að vera eftir 36 ár þegar ég næ henni í aldri! Hún er eitt mesta ICON sem ég hef kynnst- og hér í þessum þætti getið þið hlustað á tvær létt bilaðar konur.
Hér er heimasíðan hennar, mæli mikið með því að skoða verkin hennar!
Guðrún Tryggvadóttir (tryggvadottir.com)