Í þessum þætti sem er sá næst síðasti í röðinni í seríu númer eitt af nei nú segi ég stopp fær Kara Kristel litlu systur sína með sér í spjall um sjálfstraust. Elfa Dögg, Elvis Presley eða Ráðskonan eins og hún er oft kölluð á forritinu Instagram talar um hvernig það er að vera litla systir Köru, sem þykist vera stóra systir allra sem þurfa en í rauninni eru þær sem eru litlu systur hennar hafa ekki val. Hvað er það mikilvægasta við sjálfstraust? Hvernig ræktar maður það? Hvað myndi Elfa Dögg segja ef Kara væri kærð fyrir morð? Kara les líka upp spurningar frá instagram fylgjendum sínum '' spurningar til stóru systur'' og Elfa svarar út frá því sem hún heldur að Kara myndi segja við sig ef hún sjálf sem real life litla systir væri með þessar spurningar. Við förum í skandalískar játningar sem komið hafa af instagram, Kara ræðir sjálfstraustið á meðgöngu og hvað rústaði því næstum því og hvernig slagurinn var að ná því til baka.