Handboltinn okkar

Til hamingju KA/Þór !!! - Frábæru tímabili lokið í Olísdeild kvenna


Listen Later

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í kvöld þar sem að umsjónarmenn þáttarins fjölluðu um seinni leik Vals og KA/Þórs í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna.

Norðanstúlkur voru með frumkvæðið allan leikinn en þó gerðu Valsstúlkur áhlaup undir lok leiksins en enn allt kom fyrir ekki og KA/Þórs liðið stóðs það áhlaup eins og flest önnur sem þær hafa fengið á sig í vetur og unnu að lokum tveggja marka sigur og urðu þar með Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Þeir félagar völdu besta leikmann úrslitakeppninnar en að þeirra mati var það Rut Arnfjörð Jónsdóttir sem þeim fannst vera best í ár.

Því næst kíktu þeir á leikina sem eru framundan í undanúrslitum í Olísdeild karla þar sem þeir félagar eiga von á hörku einvígi hjá ÍBV og Val en þeim finnst líklegt að Haukar sigli þæginlega í gegnum Stjörnuna.

Undir lok þáttar fóru þeir yfir það slúður sem þeim hefur borist til eyrna.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar