Handboltinn okkar

Til hamingju Valur !!! - Frábæri úrslitakeppni í Olísdeild karla lokið


Listen Later

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni. Að þessu sinni fjölluðu umsjónarmenn þáttarins  um seinni leik Vals og Hauka í úrslitaeinvíginu í Olísdeild karla

Valsmenn mættu virkilega ákveðnir til leiks í gær og það var greinilegt að þær ætluðu sér að landa þeim stóra og þeir félagar hrósuðu Antoni Rúnarssyni sérstaklega en þeim fannst hann vera frábær í úrslitakeppninni og stýrði sínum mönnum virikilega vel. Þá hrósaði þríeykið Snorra Steini Guðjónssyni þjálfara Vals en þeim félögum finnst hann hafa verið að sýna að hann er virkilega fær þjálfari  Haukarnir hins vegar ollu þeim miklum vonbrigðum en þeir hreinlega mættu aldrei í þessa veislu sem úrslitaeinvígið var. Alltof margir leikmenn hjá þeim virtust ekki tilbúnir í þetta einvígi og virtist sem að Haukaliðið væri að láta hluti fara í taugarnar á sér.

Að lokum tóku þeir félagar smá spjall um dómarar en þeim fannst Anton og Jónas dæma leikinn virkilega vel og sýndu enn einu sinni að þeir eru besta dómarapar landsins og þríeykið hvatti aðra dómara að taka sér þeirra nálgun í leikjum.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar