Bíófíklar

Topp 5: Yorgos Lanthimos


Listen Later

Yorgos Lanthimos, grískur furðufugl og mannfræðingur í anda, er kominn á skurðarborð Bíófíkla þar sem markmiðið er að skoða hvaða fimm titlar frá kauða bera mest af. Lanthimos hefur farið yfir víðan völl, frá búningadrama til vísindaskáldskaps og alls þess á milli; sennilega hvað þekktastur fyrir titlana Dogtooth, The Favourite og Poor Things. 

Íris er sest með þeim Kjartani og Tomma og bera allir saman sínar (fræðilega…) ólíku bækur. Þau skoða í senn hvað það er sem einkennir þennan grísk ættaða ‘auteur’ sem á rætur sínar að rekja til leikhússins og hefur gegnumgangandi gífurlegan áhuga að kreista fram krefjandi frammistöðu úr leikurum sínum, sér í lagi Emmu Stone. 

Þess ber líka að geta að Tommi ákvað að leggja í galna áskorun, sem lýsir sér í refsistilgangi til að reyna minnka enskusletturnar sínar.

Eins og mannaparnir segja: Þetta verður eitthvað.


Efnisyfirlit:

00:00 - Af hverju Yorgos?

23:27 - Dogtooth

33:01 - Kinds of Kindness

46:26 - The Killing of a Sacred Deer

52:42 - Alps

01:00:28 - The Favourite

01:11:46 - Bugonia

01:39:11 - The Lobster

01:52:51 - Poor Things

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

BíófíklarBy Bíófíklar Hlaðvarp