Gunni og Svava demba sér í meiri praktísku hliðina á að deila trú sinni og halda áfram að ræða umræðuefnið frá seinustu viku, her fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir nefndar og spurningar til að íhuga:
Hvað hefur Guð gefið þér ástríðu fyrir?
Hvernig hefur Guð skapað þig? 1-on-1 spjall? Margmiðlun? Fyrirlestra?
Búa til lista yfir 3 manneskjur sem þú vilt sjá koma til trúar, biðja fyrir þeim og leitast eftir tækifærum til að segja þeim frá Jesú.Hugmyndir fyrir fólk sem á auðvelt með að tala við fólk:
Götuviðtöl (sem dæmi https://www.instagram.com/p/C0KUJagroz8/ )
Stuttmyndir fyrir samfélagsmiðla.
Leikrit
Hlaðvarp
Semja tónlist, byrjar hljómsveitir, framleiða tónlist sem benda á Jesú.
Kenna tungumál og nýta Biblíunna.
Kenna á hljóðfæri.
Byrja viðburði eins og efasemdakvöld eða viðburði þar sem hægt er að spyrja spurningar um trúnna.
Nýta stóra hittinga eins og menningarnótt með gjörninga eða samtöl.
Tala um trúnna í Útvarpi, skólum, og félögum, jafnvel hjá þeim sem eru ósammála en leyfa þér að koma að tala.
Taka þátt í kaffitrúboðinu niðri í bæ um helgar (Miðbæjartrúboð - https://www.facebook.com/groups/134531186561254 )
Byrja kaffihús?
Taka þátt í skólum, mæta reglulega á sömu staðina hvort sem það er kaffihús, bakarí, klippistofa, opin hús eða hvað annað til þess að kynnast nýju fólk til að tala við.
Gera skoðunarkannanir fyrir utan matvöruverslanir og annarstaðar sem byrja mögulega samræður um trú, hægt er að nota til dæmis okkar hér: https://forms.gle/rc7BEbBcmeJaXtLp9Fyrir þá sem eiga ekki auðvelt með að byrja samræður:
Bjóða fólki á samkomur... Samkvæmt okkar könnunum þá eru 10,6% af fólki sem myndi segja já eða líklega mæta ef ókunnugur aðili myndi bjóða þeim á kirkjusamkomur, en 37,5% af fólki sem myndi segja já eða líklega ef vinur myndi bjóða þeim á kirkjusamkomur.
Nota samfélagsmiðla á markvissan hátt, með því að smella "like" á hluti gerir þú það að verkum að fleiri sjá efnið sem þú vilt að sjáist, með því að deila gerir þú það sama og ert mögulega að fá fólk til að hugsa um Jesú án þess að fatta það.
Nýta þínar gjafir til að taka þátt í starfi annara sem eru mögulega með gjöf trúboða (Matt. 10:40-42), oftast ertu að taka þátt í svona hlutum með því að vera trúfastur meðlimur í þinni kirkju, nýta þínar gjafir, gefa peninga sem styrkir starf kirkjunar og oftast aðra trúboða í gegnum kirkjuna.