Share Tvær á túr
Share to email
Share to Facebook
Share to X
Í þessum þætti ræðum við um rjóma. Hann er góður í margt, í heitt súkkulaði, á skyrið, á bláberin, með súkkulaðikökunni. Ekki fyrir fólk með mjólkuróþol.
Í þessum þætti hætta grúppíurnar Eva og Sunna sér á íslenskar/suðrænar slóðir og spjalla um eina af þeirra uppáhalds drottningum. Hér er stiklað á stóru og koma meðal annar Nonni og Manni, íslenskur sjávarútvegur, náttfatapartý og Kylie Minogue við sögu. Bömpaðu beibí bömpaðu!
Í þessum þætti fer sálarsérfæðingurinn Eva Björns yfir ævi Otis Redding eða the Big O eins og hann var oft kallaður. Einnig prófum við nýjan dagskrárlið :)
Í þessum þætti spjalla Eva og Sunna um norsku dívuna Emilie Nicolas sem þær kynntust fyrir slysni á Iceland Airwaves þegar mátt enn fara á tónleika.
Eftir ansi langt sumarfrí taka Eva og Sunna fyrir svöngu strákana í súpergrúppunni Temple of the Dog.
Í þessum þætti spjöllum við um sænsku snillingana í the Cardigans.
Í þættinum ræða Eva og Sunna um harðjaxlana frá Texas, Pantera.
Í þessum þætti ræðum við um konu sem átti stóran þátt í sándtrakki barnæsku okkar og unglingsára. Drottninguna frá New Jersey. Lauryn Hill.
Í þessum þætti ræða Eva og Sunna (aðalega Eva) plötuna, Jesus Christ Superstar. Við reyndum að halda öllu guðlasti í lágmarki.
Í þessum þætti tölum við um Doobie Brothers sem er band sem var stofnað 1970 og fagnar því 50 ára starfsafmæli á árinu.
The podcast currently has 18 episodes available.