Þriðji þátturinn um leiklist í skólum. Nú er rætt við Flosa Einarsson aðstoðarskólastjóra Grundaskóla á Akranesi. Flosi er potturinn og pannan í söngleikjum skólans en þeir hafa verið settir upp síðan 2003. Ekki nóg með það þá semja Flosi og kennarar við skólann handrit og tónlist söngleikjanna.
Þátturinn var tekinn upp í miðju covid í gegnum Teams og því eru hljóðgæðin ekki alveg nógu góð. Vonandi verður það fyrirgefið þar sem að það heyrist mjög vel í Flosa en aðeins verr í Guðna og Guðmundi (sem er þá kannski bara kostur?).
Á heimasíðu Grundaskóla má finna bort úr söngleikjunum og tónlistina ásamt útvarpsþáttum nemenda sem að rætt er um í þáttunum.
https://www.youtube.com/user/Grundaskoli
https://soundcloud.com/grundaskoli
https://www.grundaskoli.is/is/nemendur/utvarp-grundaskola