Handboltinn okkar

Vandræði KA halda áfram - Basti í sálfræðihernaði? - Færeyingar byggja nýja höll


Listen Later

Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp nýjan þátt. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Arnar Gunnarsson.

Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 6.umferð Olísdeildar karla. Vandræði norðanmanna halda áfram og það er ljóst að þeir séu komnir í djúpa holu og þeir þurfi að nota landsliðfríið vel til þess að stilla saman strengi sína.
Þá fannst þeim ummæli Basta fyrir leikinn gegn Haukum og þeir félagar spurðu sig að því hvaða taktík þetta væri hjá honum. 
Í lok þáttar fóru þeir aðeins yfir aðstöðu mál í Færeyjum en þeir hafa ákveðið að byggja nýja keppnishöll og þeir hvetja íslensk yfirvöld að taka frændur okkar í Færeyjum til fyrirmyndar og jafnvel hreinlega fá tekningar af húsinu og hefjast handa við að byggja.
Að venju voru Klakaleikmenn leikjanna valdir og eftirtaldir leikmenn eru gjaldgengir í þá kosningu sem fer í gang á samfélagsmiðlum þáttarins: Phil Döhler (FH), Gunnar Steinn Jónsson (Stjörnunni), Sigtryggur Rúnarsson (ÍBV), Aron Rafn Eðvarðsson (Haukum) og Blær Hinriksson (Aftureldingu)

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Handboltinn okkarBy Handboltinn okkar