Share Vesturland í sókn
Share to email
Share to Facebook
Share to X
By Hlaðvarp SSV
The podcast currently has 11 episodes available.
Við tókum þráðinn upp að nýju og fengum Pál Snævar Brynjarsson, framkvæmdarstjóra SSV í settið til okkur en þeir Vífill ræddu þau verkefni sem SSV hefur unnið að síðustu misseri ásamt því að telja upp nokkur skemmtileg og áhugaverð verkefni sem eru í deiglunni.
Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Sorpurðunar Vesturlands, segir okkur frá því hvað verður um sorpið sem vestlenskir íbúar henda, hvað gerist í Fíflholtum og hvað felst í rekstri Sorpurðunar Vesturlands.
Sorpmál og lausnir því tengt eru stór þáttur í grænni framtíð og því fullt tilefni til þess að kynna sér málefni Sorpurðunar Vesturlands.
Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV, settist niður með Kára Viðarssyni, eiganda og rekstraraðila Frystiklefans í Rifi. Kári er landsþekktur leikari sem sleit barnsskónum í Rifi. Í þættinum ræða þeir hvernig það kom til að Kári valdi að byggja upp menningarhúsi Frystiklefann í Rifi og hvað hefur drifið á daga hans. Í lok þáttar segir Kári frá hans nýjasta verkefni sem er ekki af smærri gerðinni!
Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV, settist niður með Kára Viðarssyni, eiganda og rekstraraðila Frystiklefans í Rifi. Kári er landsþekktur leikari sem sleit barnsskónum í Rifi. Í þættinum ræða þeir hvernig það kom til að Kári valdi að byggja upp menningarhúsi Frystiklefann í Rifi og hvað hefur drifið á daga hans. Í lok þáttar segir Kári frá hans nýjasta verkefni sem er ekki af smærri gerðinni!
Í þætti vikunnar spjallar Vífill Karlsson við Gísla Einarsson, sjónvarpsmann og einn stofnmanna Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs. Þeir ræddu um þetta áhugamannafélag og hvað stendur til næstu misserin. Þá segir Gísli okkur aðeins frá fjölmiðlaferlinum, hvernig það kom til að hann rataði í sjónvarp og hvernig tímarnar í efnismiðlun eru að breytast.
Ný vika ok nýr þáttu! Í þetta skiptið settist Vífill Karlsson niður með Ólafi Adolfssyni apótekara og stjórnarformaður Þróunarfélags Grundartanga. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vera Ólsarar og ræddu þeir helstu verkefni á könnu Þróunarfélagsins, endurnýtanlega orkugjafa, rekstur apóteka og lífið í Ólafsvík.
Mikill hugur er í fólki fyrir uppbyggingu á Grundartanga enda tækifærin mikil, einkum og sér í lagi í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Hlustendur fá hér góða sýn inn í verkefnin sem framundan eru ásamt þeim tækifærum
Í þessum þætti segir Helga Halldórsdóttir okkur frá verkefni sem fékk Öndvegisstyrk Uppbyggingarsjóðs Vesturlands árið 2020. Verkefnið, Upplifunargarður í anda Latabæjar, hefur vakið athygli margra enda er um stóra og áhugaverða uppbyggingu að ræða sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi að mörgu leyti.
Helga sagði okkur frá upphafinu að hugmyndinni, vegferðinni og hvaða aðstoð þau fengu til knýja verkefnið áfram.
Í þessum þætti er rætt við Margréti Björk Björnsdóttur, fagstjóra áfangastaðar, en sat fyrir svörum um stoðþjónustu ferðamála hér á Vesturlandi og nýstofnaða Áfangastaðastofu Vesturlands. Rætt var um ferðaþjónustuna, uppbyggingu innviða og áfangastaðar og í hverju störf Markaðsstofu Vesturlands og Áfangastaðastofu Vesturlands felast.
Í þætti 3 settust niður þau Sigursteinn Sigurðsson velferðar- og menningarfulltrúi hjá SSV og Thelma Harðardóttir verkefnastjóri þróunarverkefna hjá SSV/MSV og ræddu starf velferðar- og menningarfulltrúa, menningarsenuna á Vesturlandi, úrræðin sem eru í boði og hvaða áhrif velferðastefna og menningarlíf hefur á Vestlendinga, áhrif þess og hvað það hefur gefið okkur nú þegar!
2. þáttur Hlaðvarps SSV - Vesturland í Sókn er um nýútgefna Íbúakönnun 2020 en það eru Páll Snævar Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Vífill Karlsson hagfræðingur sem draga saman helstu upplýsingar í þessum þætti. Könnun á upphaf sitt að rekja til Vesturlands en er í dag framkvæmd á töluvert víðara samhengi. Það er fróðlegt að líta í samaburð á búsetukostum á Vesturlandi í samanburði við önnur svæði, rýna til gagns og taka mið af niðurstöðum þegar skipulagt er til framtíðar.
The podcast currently has 11 episodes available.