Við skákborðið

Víkingaskák og EM landsliða: Gunnar Freyr Rúnarsson og Halldór Grétar Einarsson


Listen Later

Gestir skákþáttarins eru Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og Halldór Grétar Einarsson, FIDE meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks. Gunnar ræðir sögu Víkingaskákarinnar á Íslandi en það var hugvitsmaðurinn Magnús Ólafsson sem fann upp Víkingaskákina árið 1967. Hugmyndina fékk hann þegar hann sá sexhyrnda ró í skrúfuhrúgu en Magnús hafði áður fengið þá hugmynd að hanna séríslenskt manntafl og var niðurstaða hans stórmerkileg. Halldór Grétar kemur símleiðis inn í síðari hluta þáttarins og ræðir árangur íslensku liðanna á Evrópumót landsliða sem lauk í Batumi í Georgíu í gær. 

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Við skákborðiðBy Útvarp Saga