Bíófíklar

Wake Up Dead Man (2025)


Listen Later

Þriðja myndin í Knives Out-seríunni  frá Rian Johnson um eitursnjalla einkaspæjarann Benoit Blanc hefur verið á vörum margra síðustu vikur. Að þessu sinni er kirkja og trú tekin fyrir þar sem Blanc snýr bökum saman við ólukkulegan prest til að komast til botns á stórfurðulegu morðmáli.

Líkt og hefur áður fylgt þessari seríu leiðir Daniel Craig stórskotalið leikara í líflegum bræðingi af glensi og alvöru. Viðsnúningar finnast reglulega handan við hornið í leitinni að svörunum við eftirfarandi spurningum; Hver framdi morðið? Hvernig og hvers vegna?

Þeir Kjartan, Tommi og Birgir Snær skoða framvinduna og meta hvernig allt kemur heim og saman hjá Blanc og félögum að þessu sinni. Spillar verða tilgreindir og má finna skilmörkin í tímakóðunum hér að neðan.


Efnisyfirlit:

00:00 - Byrjum á Clue

12:29 - Undir áhrifum Christie

17:18 - Knives Out (með spillum)

24:32 - Glass Onion (með spillum)

32:36 - Wake Up Dead Man (*án* spilla)

47:26 - Spillar hefjast hér!

52:13 - "Fullur af Krist"

59:26 - Johnson djókar með Star Wars

01:02:09 - Vald yfir öðrum

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

BíófíklarBy Bíófíklar Hlaðvarp