
Sign up to save your podcasts
Or


Aðdáendur söngleiksins Wicked biðu óþreyjufullir eftir því í tuttugu ár að bíómyndaútgáfa sögunnar komi út. Fyrri myndin var frumsýnd við gríðarlegar vinsældir í nóvember 2024 og sópaði meira að segja til sín hlass af Óskarsverðlaunum. Seinni hlutinn var tekinn upp á sama tíma og virðast viðbrögð vera misjöfn um hvor helmingurinn beri meira af, þó adáendur virðast heilt yfir vera massasáttir.
Kjartan og Tommi tóku á móti Wicked-aðdáendunum Hönnu Töru og Eyrúnu Sif (ásamt leynigesti) til að skoða ævintýraheiminn Oz í margs konar formum; hvernig bíóaðlögunin á Wicked - í allri sinni fimm klukkustunda dýrð - breytir, bætir og kætir, auk þess að meta hápunktana, lægðirnar og helstu slagarana.
Upp með kústinn, galdrahattinn og töfrasprotann og njótið heil, en ekki gleyma að pússa glerskóna.
Efnisyfirlit:
00:00 - Broadway og með’ví
06:04 - Wicked: Part 1
15:41 - Wicked: For Good
23:03 - Höskuldarviðvörun
32:02 - “Skrilljón vísbendingar”
40:13 - Samantekt
By Bíófíklar HlaðvarpAðdáendur söngleiksins Wicked biðu óþreyjufullir eftir því í tuttugu ár að bíómyndaútgáfa sögunnar komi út. Fyrri myndin var frumsýnd við gríðarlegar vinsældir í nóvember 2024 og sópaði meira að segja til sín hlass af Óskarsverðlaunum. Seinni hlutinn var tekinn upp á sama tíma og virðast viðbrögð vera misjöfn um hvor helmingurinn beri meira af, þó adáendur virðast heilt yfir vera massasáttir.
Kjartan og Tommi tóku á móti Wicked-aðdáendunum Hönnu Töru og Eyrúnu Sif (ásamt leynigesti) til að skoða ævintýraheiminn Oz í margs konar formum; hvernig bíóaðlögunin á Wicked - í allri sinni fimm klukkustunda dýrð - breytir, bætir og kætir, auk þess að meta hápunktana, lægðirnar og helstu slagarana.
Upp með kústinn, galdrahattinn og töfrasprotann og njótið heil, en ekki gleyma að pússa glerskóna.
Efnisyfirlit:
00:00 - Broadway og með’ví
06:04 - Wicked: Part 1
15:41 - Wicked: For Good
23:03 - Höskuldarviðvörun
32:02 - “Skrilljón vísbendingar”
40:13 - Samantekt