Umsjón: Friðrik Margrétar- og Guðmundsson
Samsetning: Guðni Tómasson
Ymur er útvarpsþáttur sem fjallar um tónlist út frá sambandi skynjunar og hljóðs. Í hverjum þætti er farið inn í eina vídd tónlistar og skoðað hvernig hún birtist í tónlist frá fornöld til dagsins í dag, þvert á stefnur og menningarheima.
Í þessum þriðja þætti af sex er talað um falska og velstillta tónlist. Viðmælendur er Ragnar Pétur Jóhannsson söngvari og Þormóður Eiríksson upptökustjóri.
[Lokalag: Florence Foster Jenkins syngur aríu næturdrottningarinnar úr Töfraflautu Mozarts.]