Snæbjörn talar við fólk

#0097 Katrín Jakobsdóttir


Listen Later

S01E97

 – Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra Íslands. Hún er ótrúlega látlaus og skrumlaus miðað við þungavigt embættisins og fas margra sem gætt hafa þess áður. Katrín er glæpasagnanörd og fjölskyldumanneskja. Hún var send margsinnis út í sjoppu sem barn til þess að sníkja gallað nammi, þá af eldri bræðrum sínum sem glöddust yfir því hversu vel það gekk — og tóku gróðann. Eftir afburðagengi í Menntaskólanum við Sund hætti hún við að gerast leðurjakkabóhem í Frakklandi og gerði að lokum lokaritgerð um Arnald Indriðason. Hún lagði stund á kennslu, skipti sér af Borgarmálunum og endaði síðan með því að játa því að pota sér áfram til Alþingis. Og hún segir oftast já. Síðan eru liðin mörg ár og með viðkomu á mörgum stöðum er hún nú forsætisráðherra. Hún hefur engin langtímaplön, felur ekki tilfinningar sínar eða skoðanir, fær leiðinlega lítið út úr því að ná árangri — en gleðst þeim mun meira yfir því að geta tekist á við næsta verk þegar einu lýkur. Katrín er snillingur, raunverulegur snillingur í heimi þar sem orðið er augljóslega ofnotað. Hafi álit mitt á henni verið hátt fyrir þetta spjall er það komið í nýjar hæðir núna.

Gott spjall.

 – Fly Over Iceland býður upp á STVF.

Gestir spara 10% með afsláttarkóðanum ICELAND. Á eingöngu við um staka miða, ekki á tvöfaldar sýningar. Gildir út 31. mars 2022.

 – Sjóvá býður upp á STVF.

Sjóvá end­ur­greiðir við­skipta­vin­um sínum ið­gjöld lög­boð­inna bíla­trygg­inga heim­il­is­ins fyr­ir maí­mán­uð. Þetta mun líka gilda fyr­ir þau sem koma til þeirra í mars.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Snæbjörn talar við fólkBy Hljóðkirkjan

  • 4.9
  • 4.9
  • 4.9
  • 4.9
  • 4.9

4.9

19 ratings


More shows like Snæbjörn talar við fólk

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Handkastið by Handkastið

Handkastið

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Draugar fortíðar by Hljóðkirkjan

Draugar fortíðar

73 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners