Betri helmingurinn með Ása

#117 - Elísa Viðars & Rasmus Christiansen


Listen Later

Fótboltakonan og næringafræðingurinn Elísa Viðarsdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi fótboltamanninum og dönsku kennaranum Rasmus Christiansen.
Elísa spilar þessa stundina með Val en sitja þær einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og virðist fátt benda til þess að það muni eitthvað breytast. Elísa er einnig fastamaður í Íslenska landsliðinu í fótbolta og mikil fyrirmynd. Fyrir utan fótboltann er Elísa næringarfræðingur hjá Heil heilsustofnun og vinnur einnig sem slíkur hjá Feel Iceland svo það er nóg að gera.
Rasmus hefur komið víða við á fótbolta ferli sínum hér á landi en hann kom ungur til landsins frá Danmörku og byrjaði að spila fyrir ÍBV. Rasmus var þó lengst af í Val en er hann í dag að vinna hörðum höndum að því að koma Aftureldingu í fyrsta skipti í efstu deild karla á Íslandi. Rasmus starfar einnig sem kennari í Hagaskóla en kennir hann að sjálfsögðu dönsku við skólann.
Rasmus og Elísa kynntust fyrst þegar Rasmus var að stíga sín fyrstu skref í boltanum hérna heima, þá í ÍBV, en var Elísa einmitt líka að ryðja sér til rúms í sama liði kvenna meginn enda ættuð úr Eyjum. Þau urðu fljótt miklir vinir og héngu mikið saman, hvort sem það var í kringum boltann eða á rúntinum um bæjinn. Það tók þau þó töluvert langann tíma að festa ráð sitt en voru þau bæði mjög fókuseruð á fótboltann og vildu síður festa sig í einhverju sem gæti skemmt fyrir því. Þau gáfust þó upp þegar þau bjuggu í sitthvoru landinu stuttu seinna og áttuðu sig á því að þau ættu bara að vera par og hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga í dag eina dóttur.
Í þættinum ræddum við fótboltann, ferilinn, landsliðið, hvernig það er að sameina boltann og fjölskyldu, utanlandsferðir, rómantíkina og vináttuna, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Elísa lét mömmu sína prjóna á hann ullarpeysu furðu snemma.

Þátturinn er í boði:

Góu - http://www.goa.is/

RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

Smitten  - https://smittendating.com/

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Betri helmingurinn með ÁsaBy Ási

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

9 ratings


More shows like Betri helmingurinn með Ása

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

456 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

223 Listeners

FM957 by FM957

FM957

30 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

30 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

29 Listeners

Morðskúrinn by mordskurinn

Morðskúrinn

22 Listeners

Spjallið by Spjallið Podcast

Spjallið

8 Listeners

Sterk saman by Tinna Gudrun Barkardottir

Sterk saman

2 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

25 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Mömmulífið by Mömmulífið

Mömmulífið

2 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners