
Sign up to save your podcasts
Or
Dóri DNA er búinn að mæta í hvert einasta shitty hlaðvarp á landinu. Hann náði klukkutíma með Skoðanabræðrum áður en hann þurfti að þjóta í það næsta. Hann lofaði samt að það sem kæmi fram í þessum þætti væri exklúsíft einkaefni Skoðanabræðra. Það er viðbúið að Skoðanabræðralagið sperri eyrun… í suðupotti vikunnar malla nokkrar vel sjúkar hugmyndir.
Eins og hverjar? Fróður spyr ófróðan: þegar gellur á Twitter segja að einhver gaur hafi hrútskýrt eitthvað fyrir þeim, er það bara til að minna heiminn á sig? Eða eru þær raunverulega að gagnrýna eitthvað? Og ef þú sæir nágranna þinn myrða mann, myndirðu fara á Twitter að myndirðu hringja á lögregluna? Það stendur á svörum hjá Domino's-vinstrinu.
Þar er bara eitt svar. Svart. Eða hvítt. Eða að niðurstöðu á þá lund komust Skoðanabræður í þættinum. Karlmaður vikunnar var sem segir enginn annar en Halldór Laxness Halldórsson eða jú einhver annar en hann, meinum við: hann vill ekki láta kalla sig Laxness. Hann er Dóri DNA. Undir því nafni hyggst hann að minnsta kosti gefa út Kokkál, nýju skáldsöguna sína, sem fjallar um mann sem horfir upp á konuna sína ríða öðrum manni. Og skáldsögur, hver í fjandanum skrifar enn þá skáldsögur, er spurt. Hver veit nema Kokkáll toppi Brekkukotsannál.
Og hver hefði haldið, pólitískan rétttrúnað bar loks á góma. Það er það eina sem karla langar að tala um eða það eina sem körlum langar að tala um, eins og hinn sjúki segði. Karlarnir fóru að tala um fóstureyðingar eða þungunarrof, eftir því hvernig á það er litið, það er, hvort er verið að myrða barn eða hlífa því. Best að drepa það tal.
Djúsinn er á vegum Útvarps 101.
4.7
3535 ratings
Dóri DNA er búinn að mæta í hvert einasta shitty hlaðvarp á landinu. Hann náði klukkutíma með Skoðanabræðrum áður en hann þurfti að þjóta í það næsta. Hann lofaði samt að það sem kæmi fram í þessum þætti væri exklúsíft einkaefni Skoðanabræðra. Það er viðbúið að Skoðanabræðralagið sperri eyrun… í suðupotti vikunnar malla nokkrar vel sjúkar hugmyndir.
Eins og hverjar? Fróður spyr ófróðan: þegar gellur á Twitter segja að einhver gaur hafi hrútskýrt eitthvað fyrir þeim, er það bara til að minna heiminn á sig? Eða eru þær raunverulega að gagnrýna eitthvað? Og ef þú sæir nágranna þinn myrða mann, myndirðu fara á Twitter að myndirðu hringja á lögregluna? Það stendur á svörum hjá Domino's-vinstrinu.
Þar er bara eitt svar. Svart. Eða hvítt. Eða að niðurstöðu á þá lund komust Skoðanabræður í þættinum. Karlmaður vikunnar var sem segir enginn annar en Halldór Laxness Halldórsson eða jú einhver annar en hann, meinum við: hann vill ekki láta kalla sig Laxness. Hann er Dóri DNA. Undir því nafni hyggst hann að minnsta kosti gefa út Kokkál, nýju skáldsöguna sína, sem fjallar um mann sem horfir upp á konuna sína ríða öðrum manni. Og skáldsögur, hver í fjandanum skrifar enn þá skáldsögur, er spurt. Hver veit nema Kokkáll toppi Brekkukotsannál.
Og hver hefði haldið, pólitískan rétttrúnað bar loks á góma. Það er það eina sem karla langar að tala um eða það eina sem körlum langar að tala um, eins og hinn sjúki segði. Karlarnir fóru að tala um fóstureyðingar eða þungunarrof, eftir því hvernig á það er litið, það er, hvort er verið að myrða barn eða hlífa því. Best að drepa það tal.
Djúsinn er á vegum Útvarps 101.
462 Listeners
147 Listeners
28 Listeners
28 Listeners
88 Listeners
25 Listeners
10 Listeners
28 Listeners
30 Listeners
23 Listeners
19 Listeners
13 Listeners
9 Listeners
26 Listeners
7 Listeners