Skoðanabræður

#20 Skoðanir Magga Sushi, skoðanabræðrafræðings


Listen Later

Eftir að maður lítur um öxl er hollt að staldra við, og líta um öxl. Magnús Jochum Pálsson, Maggi Sushi, helsti Skoðanabræðrafræðingur á Íslandi, kemur hér að máli við Skoðanabræður og fer yfir farinn veg. Við erum að tala um excel-skjal, við erum að tala um styrkleikaröð, við erum að tala um sannferðuga lýsingu á veröldinni.

Það má enn styrkja Skoðanabræður í númerið 661-4648 á KASS eða AUR og þó styrkirnir verði lesnir upp seint, verður það aldrei um síðir. Snorri Másson er nú blaðam., bús. í Berlín, og Bergþór Másson er á flakki, einkum um Suður-Ameríku. Þeir eru þó ævinlega væntanlegir aftur á öldur ljósvakans, þó engu sé slegið föstu um hvenær. Hér skal þakklæti tjáð til allra þeirra góðvildar-, velvildar- en ekki síst velgjörðarmanna, sem styrkt hafa þáttinn í sumar.

Þættir Skoðanabræðra í stigveldi, samkvæmt athugun Magnúsar: 1. Ari Másson, 2. Þóra Tómasdóttir, 3. Birnir, 4. Lóa Björk, 5. ClubDub, 6. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, 7. Jói og Flóni, 8. Jakob Birgisson, 9. Danni Deluxe, 10. Berglind Festival, 11. Aron Mola, 12. Dóri DNA, 13. Siffi G, 14. Pétur Kiernan, 15. Katrín Jakobsdóttir og þrjú neðstu, saman í 16. sæti: Karó, Birgitta Líf og Logi Pedro.

Og þessi uppröðun hlýtur að vera umdeild, en hún er studd sterkum rökum fræðimannsins. Ýmsir þættir spila inn í, flæði, húmor, efnistök, rökfesta, orðfæri, hljómgæði, hlutfall hins persónulega og hins almenna og svo framvegis og svo framvegis. Allt metið, sem gerir góðan Skoðanabræðraþátt að góðum Skoðanabræðraþætti.

Umræðurnar leiða menn svo út um allar trissur og í anda Skoðanabræðra er engin leið að halda sig við efnið. Það er meðal annars farið yfir það þegar Snorri verður annaðhvort stressaður eða ofmetnast og fer að segja hluti sem hann meinar ekki. Niðurstaðan er hins vegar sú að kannski komi þar fram nákvæmlega það, sem hann meinar í raun og veru. Svo bendir Magnús á hvað eina sem honum hefði þótt betur fara, en hvaða gildi hefur hans persónulega mat, hvaða gildi hefur það.

Skoðanabræður kveðja að sinni úr höfuðvígi Útvarps 101 á Hverfisgötu og óska mönnum velfarnaðar í haust. Og vel að merkja, haustið: Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg. Á morgun er ártíð skáldsins.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SkoðanabræðurBy Bergþór Másson

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

35 ratings


More shows like Skoðanabræður

View all
Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

218 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

32 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners