Skoðanabræður

#22 Skoðanir Young Nazareth


Listen Later

Sjálfstæðismenn sem gera lyndistákn (á vesturíslensku emoji) á undan hverju orði sem þeir gasa út úr sér á Twitter. Óheillaþróun, sem árvökult auga Skoðanabræðra fer auðvitað ekki á mis við. Hvernig endar þetta? Festur mun slitna, freki renna og að lokum verður byltingarkenndur indie-bragur yfir því að tjá vafasöm pólitísk áform án lyndistákna.

Skoðanabræður taka auðvitað ekki afstöðu til einstakra mála, allra síst pólitískra, nema auðvitað þegar mikið ríður á, og einnig að vísu þegar minna ríður á, eins og til dæmis í ómerkilegum pólitískum dægurmálum, þar sem engin sjáanleg þörf er á að þeir taki afstöðu. Í þætti tvö í nýrri seríu sem er ekki ný sería er þetta gert, trekk í trekk, í félagi við Young Nazareth, öðru nafni Lil Nazareth, skírnarnafni Arnar Ingi Ingason.

Og Skoðanabræður eru í farsælu samstarfi við framúrskarandi fyrirtæki: Forlagið, AUR og 101 Sambandið. Kóðinn til þess að kaupa Við erum ekki morðingjar eftir Dag Hjartarson sem hljóðbók á afsláttarkjörum (ný skáldsaga á 990kr) á forlagid.is er SKODUN. Kóðinn til þess að fá 60 GB frí þegar þú gengur í Sambandið á sambandid.is er SKODUN.

Arnar er einn burðarstólpanna í íslenskri rappsenu, í því hann semur taktana og framleiðir lögin. Hann er þó eiginlega búinn að færa sig frá þessu menningarlega arðráni sem Íslendingar stunda á rappmenningu svartra Bandaríkjamanna og yfir í nýlegra og blíðlegra menningarlegt arðrán sem Íslendingar stunda á R&B-menningu svartra Bandaríkjamanna. Hann hefur til dæmis, ásamt öðrum, veg og vanda af tónlistinni á plötu GDRN sem ætti að vera gefin út á næstu vikum. Til þess að geta einbeitt að slíku þjóðþrifaverki mute-aði hann Pétur Kiernan á Instagram, kallaði það adblock. Pétur Kiernan er Skoðanabróðir, þannig að af hálfu þáttastjórnenda, alltént þess sem hér veldur fjöður, verður engin vanvirðing sett á hans nafn.

Þessi ungi Naza leitast við að tala hreina íslensku, eins og það heitir, sem sé hvorki rétt né rangt mál, heldur einfaldlega vandað. Það ætti að vera til eftirbreytni fyrir goonin við viðtækin, sem hverfa í auknum mæli frá góðri notkun viðtengingarháttarins, halda að maður á að segja eitthvað tiltekið, en ekki eigi að segja eitthvað. Hvort það eru ensk áhrif eða innvortis úrkynjun íslenskunnar, veit Guð einn, en ljóst er að vesturíslenskan er að sækja í sig veðrið, það er að segja slettur! sem eru þó málfræðilega ekki endilega grein af sama meiði og dalandi viðtengingarháttur.

Vestur-Íslendingarnir eru hvað sem öllu líður ógn við heilbrigt málsamfélag með Íslendingum, og ekki nema von að Skoðanabræður gjaldi dassi af varhuga við.

Annað er auðvitað rætt í þessum rausnarlega langa þætti, svosem leiðir til að sigrast á óvininum Instagram, styttur starfstími leikskólanna, apatía hins tvítuga karlmanns gagnvart sögum af áreiti sem konur verða fyrir af hendi einmitt manna eins og hans, síðan áhugi þessa sama karlmanns á öðrum karlmönnum sama hvað þeir gera, og loks er það stéttaofbeldismoli dagsins: Aflýsing Hafnfirðingabrandara, sem er þó að mæta svolítið sein í aflýsingapartí sniðmenningarinnar, þar sem allir eru hvort eð er hættir að segja þessa brandara. Breytar efnahagslegar forsendur kipptu stoðunum undan bröndurunum; grínið, sem þarf alltaf útrás, hefur fundið sér nýtt fórnarlamb, og hver veit nema þú sért næstur.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SkoðanabræðurBy Bergþór Másson

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

35 ratings


More shows like Skoðanabræður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners