Skoðanabræður

#24 Aronmola hættur á samfélagsmiðlum – mikil ánægja


Listen Later

Lífið gengur sinn vanagang, sem er náttúrulega mjög deprímerandi í sjálfu sér, en Skoðanabræður halda sínu striki og biðjast aldrei afsökunar, hvorki innilega né innilegrar. Hér ræða þeir við frægan kóng sem brá út af vananum og hætti á samfélagsmiðlum eftir áramót; þeir höfðu fyllt hausinn hans af nægu eitri, tekið af honum nægar klukkustundirnar af tilgangslausu hangsi og misþyrmt geðheilsunni hans nóg. Hann tók málin í sínar eigin hendur, eins og reyndar er líka sagt sagt þegar samfélagið hrósar sigri yfir því þegar óbreyttur borgari beitir glæpamann ofbeldi. Aronmola hætti á Instagram og varð Aron Már.

Það er sem sé strákur vikunnar þessa vikuna, lítill karlmaður, en langt frá því að vera krumpaður eins og klisjan kveður á um. Ásamt því að taka hann tali símleiðis ganga Skoðanabræður að vanda óragir til verks og stinga á helstu kýlum samfélagsumræðunnar; fjölmiðlakrítík, þó að idjótar biðji um annað, tóbaksvandinn, þó að lúserfíklar biðji um annað, rappið, þó að boomerinn biðji um annað. Sem sé ekkert gert til að geðjast, allt saman andóf í einhverri mynd gegn hinu ríkjandi, talað upp ekki niður, sem þýðir líka að „viðskiptarefir“ eru ekki aufúsugestir í hljóðver til Skoðanabræðra, sem hafa bent á betra orð yfir þá – arðræningja. Það er þó svo sem tekið til baka líka, enda augljóslega í grunninn borgaralegt hlaðvarp hér á ferð.

Rétt eins og Álfgrímur í Brekkukoti var allur í því að finna hinn hreina tón, eru Skoðanabræður enn að leggja lokahönd á umbreytingaferli það sem hefur í för með sér hljóðbyltingu. Áfram heldur frásögn um margboðað morð á slæmum gæðum. Það er svo sem ekki eins háleitur draumur og það sem bjó í eistunum á Álfgrími forðum, þessi um hreina tóninn, við viljum bara bjóða hlustendum okkar upp á góð gæði, fyrst þeir láta sig hafa þetta yfirleitt.

Annað sem við bjóðum hlustendum okkar eru síðan sérkjör hjá fyrirtækjum ýmsum, sem aðeins ósvinnur maður léti framhjá sér fara: Farðu á sambandid.is, gakktu í félagið og fáðu 60 GB af neti í símann þinn frí. Farðu á forlagid.is og kauptu þér bók mánaðarins (nýja lasna skáldsögu eftir Eirík Örn Norðdahl) á 2.990 (grínverð), hvort sem það er á kilju eða í rafbók. Og farðu í símann þinn og AUR-aðu vin þinn 40 þúsund kallinn sem þú skuldar honum.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SkoðanabræðurBy Bergþór Másson

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

35 ratings


More shows like Skoðanabræður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners