
Sign up to save your podcasts
Or
Allt sem þú segir getur og mun vera notað gegn þér fyrir rétti, segja bandarískir lögreglumenn þegar þeir misþyrma saklausum glæpamönnum. Annað eins mætti vera haft yfir nú þegar formaður næststærsta stjórnmálaflokks landsins samkvæmt könnunum gengur í vatnið, nánar tiltekið í Skoðanabræðralagið. Einsamalt vatnið augun sjá, sem sé gildruna, en glöggskyggn og ósvinnur sér tækifæri öllu heldur: Skoðanabræðralagið er þúsundaþjóð ungra kjósenda.
Og hvað þurfa þeir að vita?
Eigum við að lögleiða skúnkinn og stofna Weedbúð í Vínbúðinni?
Eigum við að nota stórhættuleg skynörvandi bulllyf til lækninga?
Eða eigum við að halda okkur við að leyfa smásölu áfengis í gegnum netið (sem þýðir í öllum meginatriðum afnám einokunar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins)?
Erum við ekki eftir allt að tala um að halda óbreyttum hætti, stefna í átt að breiðri vinstristjórn og sveigja af vegferð ránfuglsins, að svo miklu leyti sem hann hefur ekki fargað sér sjálfum?
Öllu þessu er svarað í þættinum, „on the record“ í þeim sjálfgefna skilningi að þetta er bókstaflega allt tekið upp og útvarpað í tappana í eyrun á þér, hávelborinn hlustandi.
Strákur vikunnar er semsé Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem er á leiðinni inn í kosningabaráttu, sem Skoðanabræður hringja hér með inn. Fyrstir með fréttirnar, má segja.
Aðrar fréttir eru sagðar sitthvoru megin við viðtalið og við sögu kemur allur andskotinn; íbúðamarkaðurinn, og í því sambandi Trust Fund Trappið, nýtt hugtak í stéttafræðunum, svo ruslið sem Íslensku tónlistarverðlaunin eru, og ekki síður Hlustendaverðlaunin, og að lokum er sögð hugljúf saga úr samtímanum af körlum sem horfa á klám á meðan þeir sofa hjá konunum sínum.
Skoðanabræður, frjálst hlaðvarp fyrst og síðast á vegum Útvarps 101, og í farsælu samstarfi við AUR.
4.7
3535 ratings
Allt sem þú segir getur og mun vera notað gegn þér fyrir rétti, segja bandarískir lögreglumenn þegar þeir misþyrma saklausum glæpamönnum. Annað eins mætti vera haft yfir nú þegar formaður næststærsta stjórnmálaflokks landsins samkvæmt könnunum gengur í vatnið, nánar tiltekið í Skoðanabræðralagið. Einsamalt vatnið augun sjá, sem sé gildruna, en glöggskyggn og ósvinnur sér tækifæri öllu heldur: Skoðanabræðralagið er þúsundaþjóð ungra kjósenda.
Og hvað þurfa þeir að vita?
Eigum við að lögleiða skúnkinn og stofna Weedbúð í Vínbúðinni?
Eigum við að nota stórhættuleg skynörvandi bulllyf til lækninga?
Eða eigum við að halda okkur við að leyfa smásölu áfengis í gegnum netið (sem þýðir í öllum meginatriðum afnám einokunar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins)?
Erum við ekki eftir allt að tala um að halda óbreyttum hætti, stefna í átt að breiðri vinstristjórn og sveigja af vegferð ránfuglsins, að svo miklu leyti sem hann hefur ekki fargað sér sjálfum?
Öllu þessu er svarað í þættinum, „on the record“ í þeim sjálfgefna skilningi að þetta er bókstaflega allt tekið upp og útvarpað í tappana í eyrun á þér, hávelborinn hlustandi.
Strákur vikunnar er semsé Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem er á leiðinni inn í kosningabaráttu, sem Skoðanabræður hringja hér með inn. Fyrstir með fréttirnar, má segja.
Aðrar fréttir eru sagðar sitthvoru megin við viðtalið og við sögu kemur allur andskotinn; íbúðamarkaðurinn, og í því sambandi Trust Fund Trappið, nýtt hugtak í stéttafræðunum, svo ruslið sem Íslensku tónlistarverðlaunin eru, og ekki síður Hlustendaverðlaunin, og að lokum er sögð hugljúf saga úr samtímanum af körlum sem horfa á klám á meðan þeir sofa hjá konunum sínum.
Skoðanabræður, frjálst hlaðvarp fyrst og síðast á vegum Útvarps 101, og í farsælu samstarfi við AUR.
463 Listeners
146 Listeners
27 Listeners
28 Listeners
88 Listeners
26 Listeners
10 Listeners
28 Listeners
30 Listeners
23 Listeners
20 Listeners
13 Listeners
10 Listeners
22 Listeners
7 Listeners