Skoðanabræður

#30 Pétur Sóttkvíernan, tjara og fiður í skólablöðum og NEI við kynfræðslu


Listen Later

Skoðanabræður áskilja sér rétt til þess að ræða ekki undir nokkrum kringumstæðum þá ákvörðun hóps ungra karlmanna að neita sér um að stunda sjálfsfróun og fara í kaldar sturtur. Slík umræða fer fram í öðrum síðri hlaðvörpum, sem þó er erfitt að festa fingur á hver eru nákvæmlega, enda er eftir allt aðeins eitt hlaðvarp til í leiknum: Skoðanabræður.

Málið er í sjálfheldu.

Annað mál í sjálfheldu er Pétur Sóttkvíernan athafnamaður: Hann er í sóttkví á heimili sínu ásamt allri fjölskyldu sinni og verður í nokkra daga enn. Manni hefnist að hafa verið í Ölpunum. Pétur er fenginn sem karlmaður vikunnar í annað sinn og lýsir fyrir hlustendum raunum hins raunamædda manns, hvers raunir eru þó nákvæmlega engar að undanskildum nákvæmlega þeim einu raunum að vera í sóttkví. Í sömu mund er Pétri veitt ókeypis atlaga að því að hreyfa andmælum við meintum svívirðingum í hans garð á vettvangi hlaðvarpsins, tækifæri sem á að kosta 250.000 krónur, en Pétur fær kostnaðarlaust upp í hendurnar fyrir sakir gamallar vináttu og hefðbundinnar íslenskrar frændhygli. Til umræðu kemur þó að greiðsla sé innt af hendi í formi hlutabréfa í Icelandair, en fljótlega sammælst að sú aðgerð væri bjarnargreiði á þessum síðustu og verstu.

Og í þriðju málsgrein lýsingar sem þessarar brýst fram kunnugleg upphrópun: Annað rætt! Skoðanabræður skera upp herör gegn ritskoðun skólastjórnenda á efni nemendafélaga, hvetja til upplausnar í þeim efnum, ræddir eru karlmenn sem gera tilraunir til þess að stunda mök við sjálfa sig með því að beina eigin getnaðarlimi inn í eigin endaþarm í trúarlegri athöfn, og svo er kórónaveiran yfir og allt um kring. Í því samhengi verða aðgerðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta að teljast fyllilega fullnægjandi, svo ekki sé fallið í þá gildru að ætla honum allt illt sem frá Bandaríkjamönnum og þeirra heimsvaldastefnu kemur.

Skoðanabræður – frjálst og sjálfstætt hlaðvarp – sem reiðir sig einvörðungu á styrki frá hlustendum í númerið 661-4648 á AUR eða KASS. Bylgjurnar eru Útvarps 101.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SkoðanabræðurBy Bergþór Másson

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

35 ratings


More shows like Skoðanabræður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners