Skoðanabræður

#4 Skoðanir Loga Pedro


Listen Later

Logi Pedro hefur svo viðbjóðslega mikið af skoðunum að Skoðanabræður héldu varla í við hann. Maðurinn mætir og skellir fyrirvaralaust nokkrum kílóum af gæðaskoðunum á borðið. Hann vinnur vinnuna fyrir bræðurna.

–Honum veitir ekki af að fá að læra að vinna, enda vinnur hann vart nokkuð sjálfur, hann er listamaður.

–Listamenn!

–Í ljós kemur að þessi skoðun stenst ekki alveg, því listamenn þurfa að vinna ansi mikið, og ekki aðeins það, heldur þurfa þeir að færa fórnir á öðrum sviðum til þess að yfir höfuð mega vinna vinnuna sína. Þeir mega til dæmis ekki dissa árshátíð Orator á Twitter. Fyrir nokkrum árum varð Loga á og hjó aðeins í þann knérunn. Nýlega var hann svo beðinn um að gigga á umræddri árshátíð. Og þá hófst atburðarás sem er efniviður í fyndna sögu sem er að sjálfsögðu sögð í Skoðanabræðrum, helsta vettvangi íslenskra nútímafrásagna. (Innskot: Lögfræðingar eru viðbjóðsleg stétt).

–Er verið að ganga of langt með lýsingunum á þessum þáttum, spyr höfundur sig á meðan hann hripar þessa hér niður. Og ríkir ekki örugglega sáttmáli á meðal manna um að lögfræði sé fyrirlitlegur starfi?

–„Er Logi á Twitter?“ spurði enginn aldrei. Það hlýtur að vera 50% af frægð Loga, Twitterið hans, hann er orðinn að talsmanni góða fólksins, hann tekur slaginn, hann stingur á kýlin, hann tjáir skoðanir sínar. „Twitter er skemmtilegt“, segir Logi um þetta tiltekna efni. Hann elst upp á internetinu eins og Skoðanabræður. 

–Þetta eru menn sem þekkja myrkravíddir spjallborðanna og Logi hefur samt þessa skoðun? Twitter skemmtilegt? Ekki líður á löngu uns málið er útskýrt: „Mér finnst gaman að talk shit,“ segir Logi.

–Enskuskotið, jú, að tala shit, en orðalagið samræmist málvitund fróðra manna. Að tala skít! Það leggja bestu menn í vana sinn, ekki síst í kringum Eurovision þetta árið, og Logi lætur hér kné fylgja kviði: „Þessar dómnefndir eru bara úti að aka. Þetta er fólk sem heldur að það viti hvað fólk vill en það veit bara ekki rassgat,“ lætur Logi út úr sér við þetta tilefni. Ísland fékk sem sagt 48 stig frá dómnefndum Evrópu. Og Logi talar ekki vitleysu þó hann tali skít, maðurinn var dómari fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri dómnefnd Eurovision. „Þetta eru bara einhverjir gaurar eins og ég, nema þeir eru bara ekki jafnsmekklegir og ég,“ fullyrðir hann.

–Ef ykkur svo dettur í hug að eina teik Loga á Eurovision sé bara um þessa stigagjöf sem öllum er drullusama um þá misskilduð eitthvað. Farið er út í pólitíkina í kringum Hatara, út í yfirlýsingarnar, út í viðbrögðin öll. Og þaðan yfir í reynslu Loga sjálfs af því að alast upp svartur á Íslandi.

–Djúsinn er á vegum Útvarps 101. Sem sagt Loga sjálfs. Við sögðum aldrei að hann væri ekki sjálfhverfur.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SkoðanabræðurBy Bergþór Másson

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

35 ratings


More shows like Skoðanabræður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

25 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners