Í dag eru 6 ár síðan Vilborg Arna Gissurardóttir komst á Suðurpólinn eftir 1140 kílómetra skíðagöngu sem tók 60 daga, en upphaflega átti hún að taka 50 dagar. Hún varð fyrsta íslendinska konan til að ganga á Suðurpólinn ein síns liðs. Vilborg kom í þáttinn og rifjaði upp þetta afrek.
Django dagar í Reykjavík er ný tónlistarhátíð þar sem heiðri Belgíska gítar frumkvöðulsins Django Reinhardt er haldið á lofti. Um helgina munu innlendir og erlendir flytjendur fylla Iðnó af eldheitum sígauna swing tónum og von er á sérfræðingum í tónlist Reinhardt en það eru þeir Robin Nolan, sem er íslendingum að góðu kunnur, og Mozes Rosenberg.
Nolan hefur nokkrum sinnum komið hér fram og verið fjölmörgum tónlistarmönnum hér á landi innblástur. Við hringdum í Leif Gunnarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í dag.
Geta tölvur verið góðir þerapistar? Í gær hélt dr. Fjóla Helgadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, opinn fyrirlestur við Sálfræðideild Háskóla Íslands þar sem þessari spurningu var velt upp. Í fyrirlestrinum fór hún yfir gervigreind og spurningunni hvort og hvernig tölvur geti verið góðir þerapistar var svarað. Fjóla kom í þáttinn og sagði frá sínu starfi.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON