Karlmennskan

#60 Hreinsunareldur sem brenndi þolendur - Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks


Listen Later

„Núna langar mig aðeins að segja hver hugsunin var.“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks aðspurð hvers vegna ákveðið var að gera einhliða illa ígrundaða og meingallaða umfjöllun um ofbeldi sem málaði hóp þolenda sem gerendur. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um leikarann Þóri Sæm í síðustu viku sem vakti vægast sagt upp hörð viðbrögð þolenda og baráttufólks gegn ofbeldi. Engir sérfræðingar um ofbeldismál voru fengnir til viðtals og ýjaði þáttastjórnandi að því að ástæðan væri sú að enginn hefði fengist í þáttinn. Þátturinn, sem að sögn þáttastjórnanda, átti að hreyfa við umræðunni um ofbeldi fýraði í raun enn frekar upp í andstöðu við þolendur og mátti sjá gerendameðvirknina sullast yfir facebook-þráð Kveiks þar sem viðtalið var auglýst.
Í kjölfar þáttarins hafa þolendur stigið fram í hrönnum, einkum á Twitter, og lýst því hvernig þátturinn hafi verið eins og „hlandblaut tuska í andlitið á þolendum“. Raunar var það ung kona sem tók svo til orða og lýsti því á Twitter og í samtali við Stundina, að viðmælandi Kveiks hefði notfært sér aldur hennar til að sofa hjá sér, þegar hún var 16 ára og hann 34 ára. Og hún virðist ekki vera sú eina sem svíður undan viðmælanda Kveiks. En umfjöllun Kveiks var ekki um þjáningarnar sem viðmælandinn hefði ollið þolendum sínum og hvernig hann hefði axlað á þeim ábyrgð, heldur hvort að afleiðingarnar sem hann hefur mátt mæta vegna gjörða sinna „væri sanngjörn niðurstaða“.
Karlmennskan fær Þóru til að útskýra hugsunin á bakvið umfjöllunina, hvort þátturinn hafi verið mistök og í raun virkað sem vopn í höndum þeirra sem tala niður þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi, hvort farið hafi verið í fullnægjandi rannsóknarvinnu í aðdraganda þáttarinns og hvernig Kveikur muni bregðast við í kjölfar gagnrýninnar.
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

KarlmennskanBy Þorsteinn V. Einarsson

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

12 ratings


More shows like Karlmennskan

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

227 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

28 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spjallið by Spjallið Podcast

Spjallið

11 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners