Skoðanabræður

#61 Skoðanir Högna Egilssonar


Listen Later

Það eru hálfgerð helgispjöll að fara um þennan þátt mörgum orðum enda orð ekki nema ómerkileg tilraun til þess að flækja veruleikann með merkingu. Veruleikinn er nefnilega til sjálfstætt og orðalaust, eins og í músík. Þar er veruleikinn þó saga og tónlistin er saga, sem er ofin úr efni goðsagna, stórsagna, mýta þeirra sem erfðaefni mannsins trúir á í blindni. Og ekki furða að maðurinn trúi, þessar sögur eru Sannleikurinn, ef hann er einhvers staðar til.

Allt ofangreint kemur efnislega fram í þættinum, svona ef einhver hingaðkominn í textanum kynni að velta vöngum yfir því hvaða vegferð höfundur væri á. Listamaðurinn á bak við hugsunina er Högni Egilsson, stundum kenndur við Hjaltalín, einnig meðlimur um tíma í Gus Gus, nú tónskáld og alvarlega mikill almennur kóngur. Hann mætir til Skoðanabræðra að kvöldlagi, tekur við embætti karlmanns vikunnar og leggur línurnar fyrir þeim, svo ekki sé sagt að hann skilgreini heiminn upp á nýtt. Hann talar allavega, ræðir listina, lífið, útlönd, geðhvörf, Kanye West, íslenska tungu, rapp, og þar fram eftir götum, eins og taka mætti til orða ef eitthvað mætti ráða af undangenginni runu hvað kæmi næst á eftir rappi.

Og þegar gengið er út úr hljóðveri eftir þáttinn er verulega tekið að rökkva enda komið vel fram á júlí, dimmblár hálfhringur, sagði skáldið, en áréttaði: Innan hans, nándir hausts.

Farið í Patreon-appið og þar á www.patreon.com/skodanabraedur og komið um borð í veisluna. Fullt af þáttum þar sem eru ekki á hlaðvarpsveitum. Veislan, hún er sköpuð innan vébanda Útvarps 101.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SkoðanabræðurBy Bergþór Másson

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

35 ratings


More shows like Skoðanabræður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners