Aldís Amah Hamilton er leikkona og handritshöfundur sem meðal annars lék aðalhlutverkið og skrifaði þættina Svörtu sandar. Þá lék Aldís Amah einnig stórt hlutverk í netflix seríunum Katla og Brot eða The Valhalla Murders. Við tölum aðeins um veganisma og hvenær einhver er nógu vegan til að vera vegan, tækifæri og aldursfordóma, hvenær kona hættir að vera efnileg og verður öf gömul, tölum um líkamsímynd og fitufordóma, hvernig það er að leika í nándar og nektarsenum og hvernig samfélagsgerðin mótar hugsun manns og viðhorf.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar.