
Sign up to save your podcasts
Or
Þú ert afi íslensk rapps. Þú bjóst til þennan leik. Þú varst getinn í Afríku. Og þú varst tekinn með keisaraskurð. Þetta er borðleggjandi: Þú heitir Sesar A.
–En þú heitir ekki Danni Deluxe, sem hlýtur að teljast öllu betra. Daníel Ólafsson athafnaskáld er karlmaður vikunnar og er sá sem upplýsir um það sem kemur fram hér í upphafi. Sjúki fanturinn sem hann er upplýsir líka um allan fjandann annan, um Keflavík, um markaðinn, um pólitíkina, um lífið, um sigrana og um ósigrana.
–Hræðileg lýsing á einum þætti. Ef enn hefur ekki tekist að telja þig af því, aumingjans lesandi, að hlusta á þennan þátt þá ætti ekkert að geta það og þá getur þú alveg eins ýtt á play.
–Play er útlenskt orð af þeirri gerð sem Skoðanabræður neita að úthýsa, enda augljóslega þarfaþing. Af því er leiddur playerinn og playerinn er meginstef í þættinum að þessu sinni. Playerinn er Danni sjálfur og hann býr í blokk með nokkrum playerum í þokkabót. Nágrannar hans eru playerar og vegna aðstæðna í blokkinni veigrar Danni sér við að gera þarfir sínar á heimili sínu og með þörfum er átt við þá mætu list að trappa.
–Mæt list að trappa, trappið er íslenskt orð ekkert síður en það er frá Atlanta. Ég þekki nokkra stráka sem að elska að vera að trappa segir Danni og bendir á hið rétta, að setningin er fullkomin til að vera yfirlýstur þátttakandi í trappinu en um leið utan hennar. Þegar þú ert dreginn til ábyrgðar sagðirðu ekkert annað en þetta, að þú værir málkunnugur aðilum sem vitað væri að legðu stund á þessa tilteknu iðju. Að trappa.
–Velkomin í gildruna, velkomin í Reykjavík árið 2019 og sælla minninga base-ið í KEF, base-ið sem arfleiddi Keflavík að trámanu.
–Skoðanabræður eru á vegum Útvarps 101 og Skoðanabræður eru knúnir áfram af eintómri framkvæmdagleði, tærum hugsjónum og fjárframlögum á Aur eða Kass í númerið 661-4648.
4.7
3535 ratings
Þú ert afi íslensk rapps. Þú bjóst til þennan leik. Þú varst getinn í Afríku. Og þú varst tekinn með keisaraskurð. Þetta er borðleggjandi: Þú heitir Sesar A.
–En þú heitir ekki Danni Deluxe, sem hlýtur að teljast öllu betra. Daníel Ólafsson athafnaskáld er karlmaður vikunnar og er sá sem upplýsir um það sem kemur fram hér í upphafi. Sjúki fanturinn sem hann er upplýsir líka um allan fjandann annan, um Keflavík, um markaðinn, um pólitíkina, um lífið, um sigrana og um ósigrana.
–Hræðileg lýsing á einum þætti. Ef enn hefur ekki tekist að telja þig af því, aumingjans lesandi, að hlusta á þennan þátt þá ætti ekkert að geta það og þá getur þú alveg eins ýtt á play.
–Play er útlenskt orð af þeirri gerð sem Skoðanabræður neita að úthýsa, enda augljóslega þarfaþing. Af því er leiddur playerinn og playerinn er meginstef í þættinum að þessu sinni. Playerinn er Danni sjálfur og hann býr í blokk með nokkrum playerum í þokkabót. Nágrannar hans eru playerar og vegna aðstæðna í blokkinni veigrar Danni sér við að gera þarfir sínar á heimili sínu og með þörfum er átt við þá mætu list að trappa.
–Mæt list að trappa, trappið er íslenskt orð ekkert síður en það er frá Atlanta. Ég þekki nokkra stráka sem að elska að vera að trappa segir Danni og bendir á hið rétta, að setningin er fullkomin til að vera yfirlýstur þátttakandi í trappinu en um leið utan hennar. Þegar þú ert dreginn til ábyrgðar sagðirðu ekkert annað en þetta, að þú værir málkunnugur aðilum sem vitað væri að legðu stund á þessa tilteknu iðju. Að trappa.
–Velkomin í gildruna, velkomin í Reykjavík árið 2019 og sælla minninga base-ið í KEF, base-ið sem arfleiddi Keflavík að trámanu.
–Skoðanabræður eru á vegum Útvarps 101 og Skoðanabræður eru knúnir áfram af eintómri framkvæmdagleði, tærum hugsjónum og fjárframlögum á Aur eða Kass í númerið 661-4648.
462 Listeners
145 Listeners
27 Listeners
28 Listeners
89 Listeners
25 Listeners
10 Listeners
28 Listeners
30 Listeners
23 Listeners
20 Listeners
13 Listeners
10 Listeners
25 Listeners
7 Listeners