Mannlegi þátturinn

ADHD er snilld, rannsókn um intersex og álagablettir


Listen Later

ADHD er snilld segir Hákon Helgi Leifsson stjórnarmaður í ADHD samtökunum en hann vill vekja athygli á því jákvæða við ADHD því við erum of vön því að tala bara um neikvæðu hliðarnar. Eða eins og hann orðar það: „Hvað um hið góða, fallega, fyndna og hið ótrúlega skemmtilega sem alltaf er áberandi í hug okkar, gjörðum og hjörtum? ADHD er heilkenni jaðranna, getur verið eins svart og desembernótt á miðhálendinu eða hvítt eins og nýfallinn snjór á aðfangadagsmorgni." Hákon kom í þáttinn í dag.
Aðalstöðvar Amnesty International hrintu úr vör rannsókn á Íslandi, síðasta sumar, þar sem staða intersex fólks hérlendis var skoðuð. Rannsakandinn Laura Carter er komin hingað til lands til að fylgja rannsókninni eftir. En orðið intersex nær yfir þá einstaklinga sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni. Skýrslan var formlega gerð opinber í dag og Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi kom í þáttinn og fór yfir niðurstöðurnar.
Álagablettir eru merkilegt fyrirbæri, einhver tilfinning um að þar sé ef til vill fylgst með manni, betra að fara varlega, ekki slá blettinn, ekki beita dýrum, ekki vera með hávaða. Dagrún Ósk Jónsdóttir gerði rannsókn á álagablettum á Ströndum og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti hana og fékk að vita ýmislegt um þetta fyrirbæri en fyrst heyrðum við Guðnýju Gísladóttur segja frá álagabletti á hennar æskuheimili í Bitrufirði.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners