Mannlegi þátturinn

Aðstandendur fólks með heilabilun, ljósmyndir og Mezzoforte


Listen Later

Berglind Berghreinsdóttir var aðstandandi föður sem glímdi við heilabilun og hann lést að lokum í upphafi síðasta árs. Síðan þá hefur hún verið að vekja umræðu og athygli á aðstæðum fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra, sem hún segir vera skelfilega dapurleg. Hún talar um ferðalag fjölskyldunar í frumskógi heilbrigðis-og velferðakerfisins þar sem þau rákust á endalausa veggi. Sumt hafi verið flókið og sumt hreinlega ómanneskjulegt. Berglind kom í þáttinn og sagði frá þeirra reynslu.
Ljósmyndin hefur tekið miklum breytingum síðan hún kom fyrst fram sem tjáningarform, bæði hvað varðar tækni og vinnslu en ekki síður sem merkingarberi í samfélagi sem snýst æ meira um birtingarmyndir okkar í augum annarra. Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðlakona og líkamsvirðingarsinni sem leggur nú lokahönd á MA-ritgerð í Menningarfræði við HÍ. Sjálfsmynd með augum annarra er yfirskrift hádegiserindis Brynhildar sem fram fer í Ljósmyndasafninu í Reykjavíkur í hádeginu á morgun.
Svo er það hljómsveitin Mezzoforte „Það fer enginn í Top of The Pops nema að vera með „hit-lag,“ sagði Steinar Berg útgefandi hljómsveitarinnar, sem var fyrsta íslenska hljómsveitin til að „meika það“ utan landsteinanna. Farið er yfir rúmlega fjörutíu ára sögu Mezzoforte í nýrri heimildarmynd í tveimur hlutum, en sá fyrri er á dagskrá RÚV í kvöld. Gunnlaugur Briem, trommuleikari hljómsveitarinnar var gestur Mannlega þáttarins í dag.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners