*Podcast in English*
Ewa Marcinek kom til Íslands sem nemi og ætlaði sér bara að vera hér í 3 mánuði, 9 árum seinna er hún enn hér. Ewa er pólskt skáld sem var að gefa út sína fyrstu bók fyrir nokkru. Bókin heitir Ísland Pólerað og er fantagóð! Í bókinni fjallar hún um upplifun sína af því að flytjast til Íslands á einstaklega næman, á köflum harmþrunginn, og húmorískan hátt. Við ræðum við hana um bókina, störf hennar í listageiranum og margt annað. Athugið að viðtalið fer fram á ensku.