MANNLEGI ÞÁTTURINN FIMMTUDAGUR 9.MAÍ 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Áhrif áfalla geta verið margþætt og geta þau haft í för með sér afleiðingar af ýmsu tagi. Ráðstefna um áföll og fíknisjúkdóma verður haldin í Hörpu. „Vandinn getur verið eitthvert djúpstætt áfall sem viðkomandi er að burðast með og hefur jafnvel burðast með alla ævi,“ segir Pétur Einarsson, skipuleggjandi rástefnunnar, en hann verður gestur okkar eftir nokkrar mínútur.
Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hefur ,frá því að hann var stofnaður árið 2012 , veitt yfir 200 styrki til um 150 efnalítilla kvenna og þar með gera þeim kleift að mennta sig. Við forvitnumst betur um sjóðinn hér á eftir og hvernig fjáröflunarátak til að efla hann fór af stað í gær með aðstoð Vigdísar Finnbogadóttur og Lilju Alfreðsdóttur.
Hvernig getum við lengt líftíma eigulegra og nauðsynlegra hluta sem eru á heimilinu? Á Umhverfishátíð í Norræna húsinu sem ætluð fyrir alla fjölskylduna, verður lögð áhersla á viðgerðarmenningu og aðferðir til að lengja líftímann á hlutum - allt frá reiðhjólum til buxna og brauðrista! Markmiðið er að vekja athygli á 12. sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur til ábyrgari framleiðslu og neyslu.