Í þessum fyrsta þætti af Allskyns rýna þau Guðmundur Felixson og Hafdís Helga Helgadóttir í tónlistarbransann og stöðu kynjanna innan hans. Er meira pláss fyrir karlkyns rappara á markaðnum eða er það á ábyrgð stelpnanna að taka sér meira pláss? Hvers vegna hafa nánast engar konur samið Þjóðhátíðarlag og hvers vegna þarf fólk að fara úr skónum fyrir prufur hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands?
Viðmælendur í þættinum:
Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona
Þórður Kristinsson, kynjafræðikennari í Kvennó
Una Torfadóttir, nemandi í MR
Ella María Georgsdóttir, nemandi í Versló
Tryggvi Kolviður Sigtryggsson, nemandi í MH
Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Reykjavíkurdóttir
Steinunn Jónsdóttir, Reykjavíkurdóttir
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Reykjavíkurdóttir
Kristinn Óli Haraldsson, tónlistarmaður
Egill Tómasson, tónleikahaldari