Mannlegi þátturinn

Andri, Anní og Þriðji póllinn og sultur með Alberti og Ólafi Darr


Listen Later

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn vou tveir, þau Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir. Þau eru leikstjórar myndarinnar Þriðji póllinn, sem er heimildarmynd um geðhvörf. Í henni er fylgst með ferðalagi Högna Egilssonar og Önnu Töru Edwards um framandi slóðir í Nepal. Myndin veitir innsýn í hugsun og veruleika fólks sem hefur glímt við sama sjúkdóm, en Anna Tara og Högni hafa bæði greinst með geðhvarfasýki. Myndin hefur verið í vinnslu í þrjú ár og til stóð að frumsýna hana í mars en ekkert varð af þeim áformum vegna heimsfaraldursins. Það hefur verið tilkynnt að myndin verður opnunarmynd RIFF í ár, þar sem hún verður frumsýnd 24.september.
Albert Eiríksson kom til okkar og var með okkur í stað Sigurlaugar Margrétar í matarspjalli dagsins. Hann fræddi okkur um sultur, nú er sultutíð, rabarbarar, rifsberja, bláberja, og fleiri týpur af sultu. Óvæntur gestur kom í matarspjallið, Ólafur Darri Ólafsson leikari, sem bauð sig fram sem sultusmakkara og stóð hann sig afskaplega vel í því hlutverki, eins og öllum hlutverkum sem hann tekur að sér, til dæmis sem ráðherra í samnefndum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína í sjónvarpinu á sunnudag.
Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners