Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Andri Freyr Hilmarsson, en hann er einn af umsjónarfólki sjónvarpsþáttanna Með okkar augum sem hafa verið sýndir hér á RÚV frá 2011. Við spurðum hann út lífið og tilveruna og auðvitað var ekki hægt að horfa framhjá því að úrslit Söngvakeppninnar fara fram annað kvöld. Andri Freyr er mikill áhugamaður um Eurovision og söngvakeppnina og man ótrúlegustu hluti tengda keppninni.
Við heyrðum líka af hjónaballi Hrunamanna sem verður haldið annað kvöld. Páll Jóhannsson í Núpstúni er formaður undirbúningsnefndar og við tókum stöðuna hjá honum og reyndum að komast að því hvaða skilyrði maður þarf að uppfylla til að komast á hjónaball í Hrunamannahreppi.
Matarspjallið var á sínum stað í dag me Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, besta vini bragðlaukanna. Við hringdum í Albert Eiríksson og ræddum við hann um heita rétti, bugles og ídýfu og að lokum rjómabollur til að hita upp fyrir mánudaginn.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL