Árið er

Árið er 1992


Listen Later

Kolrassa rústar dauðarokkinu, Jet Black Joe rignir inn í íslenska tónlistarsumarið og KK hittir Vegbúann á Beinni leið á Þjóðvegi 66.
Sálin fær Þessi þungu högg beint í andlitið og springur í loft upp.Ham breytist í Helíu í Sódómu Reykjavík og málar Partýbæinn rauðan á meðan Down & Out sá Ljótum hálfvitafræjum í höfuðborginni.
Bubbi fer til Kúbu og Deep Jimi & The Zep Creams fara í útrás til Norður Ameríku en Nýdanskir Horfa til himins. Máni Svavars Veggfóðrar og finnst það vera Pís of keik. Megas yrkir um Gamansemi Guðanna en Sykurmolarnir túra með U2 og stimpla sig út.
Árið er 1992.
Tíundi þátturinn í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 í dag, laugardaginn 6. júlí og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 7. júlí kl. 22.05.
Meðal viðmælenda í tíunda þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1992 verður tekið fyrir, eru Bubbi Morthens, Stefán Hilmarsson, Óskar Jónasson, Máni Svavarsson, Gunnar Bjarni Ragnarsson, Eyþór Arnalds, Elíza Newman, Sigrún Eiríksdóttir, Sigurður Eyberg, Kristján Kristjánsson, Helgi Björnsson, Jakob Smári Magnússon, Þór Eldon, Einar Örn Benediktsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jón Ólafsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum er á dagskrá á laugardögum á Rás 2 og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum. Þar eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu, auk þess sem drepið er á helstu dægurmálum samtímans hverju sinni.
Umsjónarmaður er Gunnlaugur Jónsson og honum til aðstoðar eru Ásgeir Eyþórsson, Jónatan Garðarsson og Sigríður Thorlacius.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Árið erBy RÚV


More shows like Árið er

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners