Mánudagur 5. maí
Rauða borðið: Gaza, Cecot, 500 milljarðar, tollar, kosningar og fangelsi
Ísraelsstjórn samþykkti í morgun áætlun um að herða hernaðaraðgerðir á Gaza og leggja alfarið undir sig landsvæðið. Stjórnin hvatti íbúa til að færa sig til suðurs og von er á miklum blóðsúthellingum. Ingólfur Gíslason, kennari við menntavísindasvið er vel inni í málunum og ræðir við Maríu Lilju um nýjustu fréttir frá svæðinu. Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar ræðir við Sigurjón M um hve flókið það virðist að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi amk fyrir stórútgerðina. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um rétt Bandaríkjamanna á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Hann hefur sent hundruði “ólöglegra innflytjenda” í öryggisfangelsið Cecot í el Salvador. Eyjólfur Eyvindsson, tónlistamaður er sérfróður um fangelsið og ræðir við Maríu Lilju. Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur ræðir við Gunnar Smára um tolla og efnahagsstefnu Donald Trump, sem hann segir að byggi á hagfræðikenningum Ravi Batra og sé raunhæf leið til að vinna gegn ójöfnuði í Bandaríkjunum. Páll Þórðarson efnafræðiprófessor í Sydney segir Gunnari Smára frá kosningabaráttunni í Ástralíu þar sem mikill viðsnúningur varð, það sem leit út fyrir að geta orðið stórsigur íhaldsmanna varð á endanum sögulegur ósigur. Er þetta enn eitt merkið um áhrifin af Trump, sem virðist hafa kallað bakslag yfir nýja hægrið. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, tekur að sér leiðsegja Gunnari Smára um yfirfull fangelsi og langa biðlista. Hverjir sitja í fangelsi sem ekki ættu að vera þar og hverjir komast ekki í afplánun?