Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Logi Einarsson ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla
Logi fer yfir nýkynntar aðgerðir á vettvangi fjölmiðla sem rétta eig hag einkarekinna miðla og íslenskrar fjölmiðlunar í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla.
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur
Einar Kárason rithöfundur
Þeir félagar segja frá nýútkomnum bókum og fjalla um stöðu bókmenntanna, tungumálsins og eitt og annað þessu tengt.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins
Guðrún fer yfir stöðuna á vettvangi stjórnmálanna, fylgistap flokksins sem hún leiðir og framtíð hægrimennskunnar í íslenskum stjórnmálum auk annars.
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við HA
Hilmar ræðir stöðuna í Úkraínu í ljósi nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og annarra tíðinda, m.a. lánveitingar ESB til Úkraínu og árlega blaðamannafundar Pútíns Rússlandsforseta þar sem hann ítrekaði kröfur sínar um að eigna sér stóra sneið af Úkraínu.