Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Hosted on Acast. See ... more
FAQs about Silfrið:How many episodes does Silfrið have?The podcast currently has 18 episodes available.
January 20, 202618. þáttur: Harðnandi deila um GrænlandDeilan um Grænland, samskipti Evrópu og Bandaríkjanna og hagsmunir Íslands eru til umræðu í þætti kvöldsins.Í fyrri hluta þáttarins er viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands og stjórnarformann Hringborðs norðurslóða.Í seinni hlutanum koma þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Dagbjört Hákonardóttir og Pawel Bartoszek í pallborð. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more45minPlay
January 13, 202617. þáttur: Prófkjörsslagur í Samfylkingunni og nýr ráðherra situr fyrir svörumÍ fyrri hluta þáttarins koma Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík og Pétur H. Marteinsson rekstrarstjóri. Þau berjast um oddvitasætið í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Í seinni hlutanum er viðtal við Ragnar Þór Ingólfsson sem er glænýr félags- og húsnæðismálaráðherra. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more45minPlay
January 06, 202616. þáttur: Varnir Íslands og VenesúelaAðgerðir Bandaríkjastjórnar í Venesúela hafa valdið uppnámi, þótt viðbrögð flestra ríkja hafi einkennst af varkárni. Nú óttast margir að Trump auki ásælni sína á Grænlandi. Hvar stendur Ísland í þessum veruleika, og hvernig gæti varnarsamningur okkar við Bandaríkin virkað við slíkar aðstæður? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more45minPlay
December 16, 202515. þáttur: Formenn flokkanna pústa í hálfleikÞetta er síðasta Silfur fyrir jól og þingið er á lokametrunum fyrir þinghlé. Formenn flokkanna á Alþingi koma og fara yfir stöðuna eins og hún horfir við þeim á miðjum þingvetri. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more57minPlay
December 11, 202514. þáttur: Staða Íslands í nýrri heimsmynd og umdeild samgönguáætlunÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræðir stöðu Íslands í breyttri heimsmynd eftir að Hvíta húsið birti nýja þjóðaröryggisstefnu fyrir helgi. Í síðari hluta þáttarins koma þau Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Flokks fólksins, Hildur Þórisdóttir bæjarfulltrúi í Múlaþingi og Stefán Pálsson sagnfræðingur til að ræða stjórnmálaumræðu undanfarinna daga, meðal annars um samgöngumálin. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more46minPlay
December 02, 202513.þáttur: Fullveldi ÍslandsMál sem varða fullveldi Íslands hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Evrópusamvinna Íslendinga, varnarsamstarf, stafrænt fullveldi og tungumálið er meðal þess. Leggja allir sama skilning í hugtakið fullveldi? Halldór Benjamín Þorbergsson stjórnarformaður Almannaróms, Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor í sagnfræði við HÍ, Ragnhildur Helgadóttir rektor HR og Lóa Björk Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður á Rás 1 eru gestir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more43minPlay
November 25, 202512. þáttur: Kólnandi hagkerfi og hlýnandi jörðLoftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP30, var haldin í vikunni sem leið í fjarveru Bandaríkjanna. Í lokayfirlýsingu hennar var samþykkt að ríkari þjóðir myndu þrefalda fjármagn til að aðstoða þjóðum sem hafa orðið verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar. Engin samstaða náðist hins vegar um að draga úr jarðefnaeldsneyti. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er gestur Silfursins. Á vettvangi dagsins rýnum við í hið pólitíska landslag í ljósi kólnandi hagkerfis með þeim Andreu Sigurðardóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur blaðamanni og Þórhalli Gunnarssyni, almannatengli. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more48minPlay
November 18, 202511. þáttur: Inga Sæland og breytt landslag í efnahags- og EvrópumálumÞað harðnar á dalnum samkvæmt nýrri þjóðhagsspá og Ísland kann að standa úti í kuldanum gagnvart Evrópusambandinu. Hvaða áhrif hefur þetta á kjör landsmanna og hvernig eiga stjórnvöld að bregðast við? Þingmennirnir Bergþór Ólason (M), Dagur B. Eggertsson (S) og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) ræða málin. Þá verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í viðtali. Umsjón hefur Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more45minPlay
November 04, 202510. þáttur: Húsnæðismarkaður í flækjuHvernig greiðum við úr óvissunni á íbúðalánamarkaði? Hvaða gagn gerir fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í síðustu viku? Svo eru það áfrom Reykjavíkurborgar um að bjóða einkaaðilum að fjárfesta í byggingu grunninnviða í boðuðu hverfi á Höllum í Úlfarsárdal.Gestir eru Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptadeild HÍ, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more46minPlay
October 28, 20259. þáttur: Bylmingshögg á atvinnulífið og lánamarkaður í klemmuBilun í verksmiðju Norðuráls kemur líklega til með að valda búsifjum. Óvíst er hversu mikil áhrifin verða fyrir þjóðarbúið, sem hefur þegar sýnt merki þess að vera farið að kólna. Þá eru húsnæðislánamarkaður í uppnámi: í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólöglega skilmála á óverðtryggðum lánum hafa bankarnir þrengt lánakjör sín og Landsbankinn ætlar að hætta að veita verðtryggð lán nema fyrir fyrstu kaupendur. Við förum yfir stöðuna með Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, Ragnari Þór Ingólfssyni, þingmanni Flokki fólksins, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, og Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Í seinni hluta þáttar ræðum við við Carstein Staur, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um breytt landslag í þróunarsamvinnu eftir stórfelldan niðurskurð stórra framlagsríkja til opinberrar þróunaraðastoðar það sem af er ári. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information....more46minPlay
FAQs about Silfrið:How many episodes does Silfrið have?The podcast currently has 18 episodes available.