Öll viðtölin úr þætti dagsins:
Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags hf. á Akureyri, sem sætir viðskiptaþvingunum vegna tengsla við Rússland, María Rut Kristinsdóttir alþingismaður og Ragnar Þór Pétursson kennari ræða farsímanotkun barna og unglinga, áhrif samfélagsmiðla á þau og hugmyndir um einhverskonar bann við aðgangi unglinga að miðlum.
Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og Erlingur Erlingsson sagnfræðingur ræða vopnahléð á Gaza, aðdraganda þess og hugsanlegt framhald.Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Halla Gunnarsdóttir ræða leikskólamál, Kópavogsmódelið svokallaða og hugmyndir Reykjavíkurborgar um að fara sömu leið.