Kritján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Jean-Rémi Chareyre, sjálfstætt starfandi blaðamaður
Jean-Remi er hópi þeirra sem telur Íslendinga eiga að leggja meira af mörkum í loftslagsmálum, hann telur tal um sérstöðu Íslands í orkunotkun vera blekkingu, tölur um notkun jarðefnaeldsneytis á Íslandi sýni glöggt að svo sé.
Afbrotamál/innflytjendamál
Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur
Margrét ræðir nýja rannsókn sína þar sem kannað er hvort unglingar með erlendan bakgrunn, búsettir á höfuðborgarsvæðinu séu líklegri til að sýna einhverskonar frávikshegðun - þ.e. brjóta af sér - en þeir sem ekki eru með erlendan bakgrunn. Munurinn telst vera minni en ætla mætti af opinberri umræðu og aðrir þættir skýra hegðunina, einkum áföll.
Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður
Þeir ræða nýjar tillögur Loga Einarssonar menningar, háskóla og nýsköpunarráðherra um styrki til fjölmiðla, Þórhallur gagnrýnir blaðamenn fyrir lítilþægni og tillögurnar sjálfar sömuleiðis. Aðalsteinn er fyrrverandi varaformaður blaðamannafélagsins sem hefur fagnað þessum tillögum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins
Sigmundur er hiklaust einn af ,,sigurvegurum" ársins í stjórnmálunum, undir hans forystu vex fylgi Miðflokksins jafnt og þétt og hann ógnar nú stöðu Sjálfstæðisflokksins af áður óþekktum krafti. En hvað vill þessi flokkur og hver stefnir hann?