Miðvikudagur 7. maí
Sósíalísk stjórnarandstaða - 13. þáttur
Gestur þáttarins er Kári Jónsson, sósíalisti sem hefur starfað við ýmis störf í sjávarútveginum og hefur séð og fundið þær breytingar sem kvótakerfið hefur haft í för með sér.
Fiskurinn í sjónum, hann hefur lengi verið gullkista þjóðarinnar. Í gegnum aldirnar hefur hann fætt okkur, haldið samfélögum gangandi og tryggt Íslandi sess á alþjóðlegum markaði. En á sama tíma hefur spurningin alltaf hangið yfir: Hver á fiskinn?
Í þessum þætti ætlum við meðal annars rýna í frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi – um hækkun veiðigjalda. Með öðrum orðum: að útgerðir greiði hærra verð fyrir að nýta fiskimiðin okkar. En hvað þýðir það í raun? Þetta er réttlætismál fyrir land og þjóð.
Hlusta má á þáttinn á youtube, í útvarpinu á FM 89.1, í appinu spilarinn.is, sjónvarpi Símans á rás 5 og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Deildu ef þú vilt sjá réttlátara samfélag!