Það sem bar hæst í fréttum vikunnar gerðist utan landsteinanna en þó nær okkur en oft þegar um erlendar fréttir er að ræða. Bandaríkin lögðu hald á rússneskt skip innan efnahagslögsögu Íslands, og í kjölfar árásarinnar á Venesúela hefur þrýstingur á Grænland aukist.
Hér heima urðu hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar, nánar tiltekið í ráðherraflokki Flokks fólksins. Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti að hann hygðist láta af embætti mennta og barnamálaráðherra vegna veikinda. Inga Sæland tilkynnti í gær að hún hygðist taka við mennta- og barnamálaráðuneytinu og Ragnar Þór Ingólfsson kemur nýr inn í hennar stað í embætti félags- og húsnæðismalaráðherra.
Svo eru fólk um allt land farið að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Flokkar og framboð búa sig undir að stilla upp listum og hinir og þessir eru að leggjast undir feld varðandi framboð.