Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Alþjóðamál
Valur Gunnarsson, rithöfundur
Valur fjallar um nýja bók sína, Grænland og fólkið sem hvarf, þar sem hann reynir að ráða gátuna um Íslendingana sem höfðust við á Suður-Grænlandi fram á 15du öld en hurfu eftir það sporlaust.
Stjórnsýsla
Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra
Sigmar og Sigríður fjalla um stöðu Ríkislögreglustjóra í ljósi frétta af fjármálum embættisins. Getur lögreglustjórinn setið áfram?
Vaxtamál, fjármagnskostnaður
Dagur B. Eggertsson alþingismaður og Lilja D. Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins rökræða þá hugmynd hvort upptaka Evru gæti lækkað vexti á Íslandi, ef ekki sú leið, hver þá?
Efnahagsmál/alþjóðamál
Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur,
Þorsteinn fjallar um ískyggilega stöðu á bandarískum hlutabréfamarkaði þar sem verð hefur hækkað gríðarlega, svo mikið að margir búast nú við snöggri og afdrifaríkri leiðréttingu - sumsé miklu verðfalli með tilheyrandi áhrifum heima fyrir og út um allan heim. Samlíkingar hafa verið dregnar við hrunið 1929, dotcom bóluna og fleiri ámóta áföll. Er efnahagshrun framundan í Bandaríkjunum?