Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Loftslagsmál/vísindi og áreiðanleiki þeirra
Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftslags
Halldór fer yfir gagnrýni á vísindin sem aukist hefur verulega á síðustu árum, m.a. í loftslagsmálum, tortryggni í garð vísindamanna og hvernig rétt sé að bregðast við slíku.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mennta- og barnamálaráðherra
Inga ræðir stjórnmálin, gagnrýni sem Flokkur fólksins hefur orðið fyrir, stöðu sína sem ráðherra og þau mál sem hún ætlar að koma fram í nýju embætti.
Dagur B. Eggertsson, alþingismaður
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Rædd verður staða Íslands í alþjóðamálum og áhrif atburðanna í Venesúela á stöðu Grænlands og þar með á stöðu Nató og Íslands í samfélagi þjóðanna, gildi alþjóðalaga og síðast en ekki síst hvort útþenslustefna Bandaríkjanna, Rússlands og Kína sé sú framtíð sem nú blasir við.
Málfrelsi, mótun opinberrar umræðu
Karen Kjartansdóttir, almannatengill
Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi
Þau ræða opinbera umræðu þar sem veruleikinn er ekki metinn út frá staðreyndum heldur frásögn valdsins og þann falsfrétta- og gervigreindarheim sem nú hefur orðið ofan á í skoðanamyndun svo víða.